Skautadeildin fær myndarlegan styrk

Nú á dögunum fékk Skautadeild Aspar myndarlegan styrk frá Íþróttasambandi fatlaðra og Velferðarráðuneyti fyrir þróun og hönnun á sjónrænu þjálfunarkerfi í listhlaupi.  Helga Kristín Olsen, yfirþjálfari skautadeildarinnar, hefur haft veg og vanda af þessu verkefni.  Það verður afar skemmtilegt að fylgjast með þróun á þessu verkefni á næstu misserum.