40 ára afmælishátíð Aspar – frestað

Vegna samkomubanns vegna COVID-19 faraldurs sem hefur haft mikil og víð áhrif á starf allra íþróttafélaga í landinu sér stjórnin sér ekki annan leik á borði en að fresta 40 ára afmælishátið félagsins um eitt ár eða til maí mánaðar 2021.  Ástæðurnar eru fjölmargar en þá einna helst að frekar erfitt verður fyrir flestar deildir að taka þátt í afmælishátíðinni sem samanstóð af sýningum, mótum og öðrum viðburðum í tengslum við afmælisárið.  Með því að fresta afmælishátíðinni um eitt ár gefst okkur kostur á að undirbúa enn betur afmælishátíðina þar sem við getum sýnt allt það flotta starf sem unnið er í Íþróttafélaginu Ösp.

Virðingarfyllst
Stjórn Aspar