Ný Facebook-síða Asparinnar

Lengi hefur Íþróttafélagið Ösp verið með síðu á Facebook sem í raun hefur verið hópur (eða Group á ensku) sem hefur verið takmarkaðri heldur en aðdáendasíða (Fan Page á ensku) sem hefur meiri möguleika til dreifingar á því efni sem félagið vill koma á framfæri annað hvort með færslum, viðburðartilkynningum eða auglýsingu.  Þeir sem hafa verið í hópnum „Íþróttafélaginu Ösp“ er vinsamlegast bent á að fara inn á nýju Facebook síðu félagsins, https://www.facebook.com/ithrottafelagidosp/, og skella einu „like“ á þá síðu og þannig fylgja okkur á þeirri síðu.  Facebook-hópnum verður svo lokað um mánaðarmótin maí-júní 2020.