Opið golfmót til styrktar Special Olympics

Law Enforcement Torch Run for Special Olympics (LETR) Lögreglan óskar eftir aðstoð ykkar í golfmóti sem lögreglan stendur fyrir á Hólmsvelli í Leiru, sunnudaginn 19. júlí næstkomandi. Þið munuð aðstoða við að grilla hamborgara og veita verðlaun með lögreglunni. Áætlað er að grilla kl. 12:30 og svo verðlaunaafhending í framhaldi af því svo gott að mæta um kl. 12:00.   Væri frábært ef þið hafið kost á að koma og taka þátt í þessum skemmtilega degi. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafa samband við Gumma Sig, löggu, í síma 843-0220.