Allar æfingar hjá öllum deildum Aspar falla niður til 19. október

Vegna stöðu á smitum á COVID-19 á höfuðborgarsvæðinu hefur stjórn Aspar tekið þá ákvörðun um að fresta öllum æfingum hjá öllum deildum frá deginum í dag og í 2 vikur eða til og með 19. október 2020.  Þetta er gert með heildarhagsmuni iðkenda, þjálfara og félagsins alls í huga og til að minnka líkurnar á smiti eins og kostur er.  Stjórn Aspar og þjálfarar hvetja hinsvegar alla iðkendur til að hreyfa sig einsog kostur er næstu tvær vikurnar t.d með gönguferðum eða léttum æfingum heimafyrir.  Hægt er að skoða heimaleikfimi hjá RÚV hér á netinu til að fá góðar æfingar til að gera heimafyrir.  https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/heimaleikfimi/30389