Íþróttafélagið Ösp fær Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Frábærar fréttir fyrir okkur í Íþróttafélaginu Ösp.

Í gær á alþjóðadegi fatlaðs fólks, voru Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins veitt í fjórtánda sinn. Verndari verðlaunanna er forseti Íslands, hr. Guðni Th Jóhannesson, og var hann viðstaddur afhendingu þeirra. Vegna sóttvarna afhenti forsetinn ekki verðlaunin eins og venja hefur verið.  Helga Hákonardóttir formaður, og Sverrir Gíslason varaformaður, voru viðstödd afhendinguna sem streymt var á netinu.   Þessi verðlaun eru fyrst og fremst að þakka öllum þeim frábæru þjálfurum sem eru hjá okkur og án þeirra væri félagið sannarlega ekki jafnt auðugt og það er í dag.

Innilega til hamingju kæru Asparar

Hægt er að lesa nánar um verðlaunin og afhendinguna hér vef ÖBÍ hér https://www.obi.is/is/moya/news/hvatningarverdlaun-obi-afhent-i-fjortanda-sinn

 

Verðlaunagripurinn. Mynd: Helga Hákonardóttir

Verðlaunagripurinn. Mynd: Helga Hákonardóttir

Verðlaunagripurinn. Mynd: Helga Hákonardóttir

Verðlaunagripurinn. Mynd: Helga Hákonardóttir

Verðlaunagripurinn. Mynd: Helga Hákonardóttir

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari verðlaunanna, afhendir verðlaunin. Mynd: ÖBÍ

Viðurkenningarskjal Hvatningarverðlaunanna. Mynd: Helga Hákonardóttir.