Helga Olsen heiðruð á skautaþingi

Helga Olsen, yfirþjálfari skautadeild Aspar, var heiðruð á 22. skautaþingi sem haldið var í íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. maí.  Var Helga sæmd silfurnælu skautasambandsins fyrir sitt áratuga starf í þágu skautaíþrótta.  Helga hóf sinn skautaferil í hjá listskautadeild Bjarnarins, sem er nú Fjölnir, og stofnaði síðar skautadeild Asparinnar, árið 2011, og hefur verið yfirþjálfari þar síðan.   Helga hefur einnig starfað mikið innan skautasambandsins í ýmsum nefndum t.d í tengslum við þjálfaramenntun og tók virkan þátt í þróun verkefnisins „Skautum Regnbogann“ og situr í þjálfunar- og fræðslunefnd ÍSS.

Við hjá Íþróttafélaginu Ösp erum ákaflega stolt af okkar þjálfara og óskum Helgu Olsen innilega til hamingju með þessa viðurkenningu enda er hún mjög vel að henni komin.

Helga Olsen heiðruð Helga Olsen og Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður ÍSS, við afhendingu silfurnælunnar.

Tekið af vef skautasambandsins

Helga er menntaður skautaþjálfari og kennari. Hún hefur starfað sem skautaþjálfari alla sína tíð. Hún var ein þeirra sem stóð að stofnun Skautafélagsins Björninn og þar starfaði hún sem þjálfari og yfirþjálfari allra getustiga til fjölda ára.

Árið 2011 stofnaði Helga skautadeild innan Íþróttafélagsins Ösp. Íþróttafélagið Ösp er fjölgreinafélag sem stendur fyrir æfingum með sem fjölbreyttustum hætti þar sem einstaklingarnir ná að njóta sín sem best. Skautadeildin kennir eftir alþjóðlegum áfangamarkmiðum Special Olympics hreyfingarinnar þar sem kappkostað er að bjóða upp á metnaðarfullar, fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Hún starfar einnig með Tækninefnd Special Olympic International þar sem nýlega er búið að uppfæra dómarakerfi sem notað er í listskautum. Helga hefur sinnt þróunarvinnu fyrir Inclusive Skating og núna Adaptive Skating þar sem að kappkostað er að skautarar geti keppt á jafningjagrundvelli. Vinnuhóparnir eru alþjóðlegir og hefur tengslamyndum Helgu hjálpað Íslendingum að eiga sérfræðinga í framþróunarhópum á hinum ýmsu sviðum skautaíþrótta fyrir iðkendur með fatlanir.

Samhliða þjálfarastörfum sínum hefur Helga unnið margvíslega vinnu fyrir Skautasamband Íslands. Hún sat í þjálfararáði ÍSS þegar það var fyrst stofnað og kenndi sérgreinahluta þjálfaranáms ÍSS samhliða Erlendínu ásamt því að hún kom að upphaflegri uppsetningu á kennslukerfinu Skautum Regnbogann.

Árið 2016 tók Helga að sér formennsku í Afreksnefnd ÍSS, sem þá hér Valnefnd ÍSS. Hún vann samhliða stjórn að uppbyggingu og eflinu á afreksstarfi sambandsins sem hún sinni enn og hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir iðkendur, þjálfara og forráðamenn. Hún hefur síðstu árin unnið með afreksskauturum ÍSS í árlegum æfingabúðum ÍSS þar sem hún sinnir verkefnavinnu og markmiðasetningu varðandi prógrömmin þeirra.

Núna starfar Helga í þjálfunar- og fræðslunefnd ÍSS. Mikil vinna hefur verið lögð í að skilgreina og efla vinnu nefndarinnar og hefur hún tekið virkan þátt í því.

Síðstu árin hefur Helga séð um alla þjálfaramenntun innan ÍSS, með aðstoð góðs fólks. Námsskrá var gefin út sem setur námið markvisst upp og er það mun aðgengilegra. Allt námsefnið í þjálfaranáminu var uppfært og fært yfir í fjarnám með staðlotum. Helga hefur lagt mikla vinnu í verkefnið og skilar það sér í frábæru námsefni og námsskipulagi sem bæði þátttakendur og ÍSS eru mjög ánægð með.

Helga er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar stjórn ÍSS henni innilega til hamingju.
Um leið og við þökkum fyrir störf hennar í gegnum tíðina þá hlökkum við til áframhaldandi samstarfs

Hægt er að sjá upprunalegu greinina hér ásamt fleiri viðurkenningum skautasambandsins við sama tilefni.