40 ára afmælisveisla Íþróttafélagsins Aspar

Nú er loksins komið að því að halda uppá 40 ára afmæli Asparinnar en við ætlum að blása til stórveislu þann 17.september næstkomandi í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2-5, 113 Reykjavík.

Afmælisdagskráin er svohljóðandi

kl 18:00 – Húsið opnar
kl 18:45 – Borin verður fram glæsilegur þriggja rétta kvöldverður. Rjómalöguð sælkera grænmetissúpa með nýbökuðu brauði í forrétt.  Lambafillet með gratínkartöflum, steinseljurót og villisveppasósu í aðalrétt og svo endum við kvöldverðinn með guðdómlegum gelató vanilluís með súkkulaðibitum.
kl.20:00 – Skemmtiatriði á heimsmælikvarða!

Miðasala

  • Eyþór Ingi Gunnlaugsson – Stórsöngvari og skemmtikraftur
  • Ingvar Valgeirsson trúbador – Er okkur öllum vel kunnugur og mun hann halda uppi fjörinu á dansgólfinu fram eftir kvöldi.

 

Veislustjóri kvöldsins er enginn annar en sjálfur Freyr Eyjólfsson.

Eftir hefðbundna dagskrá munu ljúfir tónar halda uppi fjörinu á dansgólfinu frameftir kvöldi

kl 23:45 – Dagskrárlok

Hægt er að kaupa miða á þessa frábæru afmælisveislu á mjög hagstæðu verði í gegnum Sportabler og hér á vefnum.  Miðasala.

Stjórn Aspar