Sunddeild Aspar leitar að þjálfara

Íþróttafélagið Ösp leitar að þjálfara til að þjálfa sund. Um er að ræða fatlaða einstaklinga á öllum aldri.

Starfið er krefjandi en skemmtilegt enda um frábæran hóp iðkenda að ræða.  Æfingarnar eru í Laugardalslaug 6 sinnum í viku. Á mánudögum og þriðjudögum kl 18:30, miðvikudögum og fimmtudögum 16:30, föstudögum 18:00 og laugardögum 10:15.

Farið er í keppnis- eða æfingaferðir bæði innan og utanlands a.m.k tvisvar sinnum á ári.

Áhugasamir hafi samband við Jens Kristjánsson, Yfirþjálfara, í netfangið asparsund@gmail.com eða í síma 8940991.