Endurskipulag og fjölgun æfingartíma í fótbolta

Vegna endurskipulags og fjölgunar æfingartíma í fótbolta viljum við bjóða þeim sem áhuga hafa á nýta sér þjónustuna hjá félaginu og benda
á eftirfarandi æfingatíma sem við höfum fengið í sumar.

  • Mánudaga kl.18:00 – 19:30
  • Miðvikudaga kl.18:30 – 20:00
  • Fimmtudaga kl.18:30 – 20:00

Æfingar fara fram á Þróttarvellinum milli skautahallarinnar og gervigrasvallarins. Vetraræfingar verða áfram á Þróttarvellinum og inniæfingar í íþróttahúsi
Klettaskóla. Öllum er frjálst að koma og prófa.  Hafið samband við Geirdísi Hönnu, skrifstofustjóra Asparinnar, í síma 555-0066 þriðjudaga og fimmtudaga
kl.11-16 eða í netfangið ospin@ospin.is.

Enfremur viljum við benda á aðrar íþróttir sem félagið býður upp á ss. sund, listskauta, nútímafimleika, boccia, keilu og frjálsar íþróttir.