Öspin byrjar með “Showdown”

Íþróttafélagið Ösp hefur flutt inn fyrsta borðið fyrir svokallað Showdown.

Showdown er hröð íþrótt sem upphaflega var hönnuð fyrir fólk með sjónskerðingu, en þú þarft ekki að vera blindur til að spila! Stundum er það ranglega nefnt borðtennis fyrir blinda vegna þess að það er borðleikur. Hins vegar er ekki net á borðinu og boltinn á aldrei að hoppa því eru stig skoruð með því að slá boltann í markvasa. Fólk með sjón og þeir sem eru með fatlanir aðrar en blindu finnst þessi íþrótt mjög krefjandi.

Joe Lewis, blindur Kanadamaður, fékk hugmynd árið 1977 að búa til leik eða íþrótt sem hægt væri að spila án aðstoðarmanns.

Patrick York, kanadískur íþróttamaður sem líka er blindur, vann með Lewis að betrumbótum á reglum og búnaði. Patrick York var einnig helsti áhrifavaldurinn við að búa til borðhönnunina. Eftir áralangt samstarf var fyrsta borðið búið til og showdown kynnt sem tómstundaíþrótt á Ólympíuleikum hreyfihamlaðra 1980 í Arnhem, Hollandi. Alþjóðlegur áhugi kviknaði og Showdown verið spilað síðan um allan heim.

Íþróttin er ódýr í byrjun, krefst ekki mikils búnaðar og er hægt að spila í herbergi á stærð við kennslustofu eða fundarherbergi. Eini búnaðurinn sem þarf er sérhannað borð, tvær kylfur, sérstakur bolti sem gefur frá sér hljóð og hanski fyrir sláttarhöndina og ógegnsæ augnvörn. Hljóð myndast við að kúlur veltast um inni í boltanum sem gefur til kynna staðsetningu boltans meðan á leik stendur.

Showdown er auðvelt að læra. Markmið leiksins er að slá boltann af hliðarveggnum og í mark andstæðingsins. Fyrsti leikmaðurinn til að ná ellefu stigum, með tveggja stiga forystu eða meira er sigurvegari. Hver leikmaður gefur upp tvisvar sinnum í röð. Leikmaður skorar tvö stig fyrir mark og eitt stig þegar andstæðingur hans slær boltanum útaf borðinu, í spjaldið milli spilara eða snertir boltann með öðru en kylfu eða sláandi hendi.

Showdown er spilað í löndum um alla Evrópu, Afríku, Asíu og Norður- og Suður-Ameríku.

Eftir velgengni Showdown á Panam-leikunum í Mexíkó árið 1999 höfðu fulltrúar frá meira en þrjátíu löndum samband við Showdown nefnd Alþjóða íþróttasambands blindra. Þeir vildu fá upplýsingar um búnað, teikningar og reglur svo þeir gætu spilað þennan leik í landi sínu. Eins og er hvetur Showdownnefnd IBSA til svæðisbundinna móta sem og landsmóta í viðleitni til að koma á alþjóðlegum meistaramótum sem vonandi munu leiða til þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig þetta er spilað en kynning mun fara fram um leið og möguleiki gefst vegna fjöldatakmarkana.