Showdown-borðið komið til landsins

Fyrr á þessu ári fékk Öspin sent til landsins borð til að spila leikinn „Showdown“ eða Borðhokkí eins og það hefur verið nefnt hér á Íslandi.   Borðinu var komið upp hjá Svansprenti þar sem Sverrir Gíslason, varaformaður Aspar, starfar og fékk hann góðfúslegt leyfi fyrir því að setja upp borðið.  Hann hafði einnig veg og vanda af því að fá borðið til landsins en kaupin voru styrkt af Lýðheilsustofnun og Félagsmálaráðuneyti fyrir tilstuðlan ÍF.   Nú á dögunum hittist stjórn Aspar ásamt Jóhanni Arnarssyni, varaformanni Íþróttasambands fatlaðra, og öðrum gestum til að skoða borðið og prófa þennan stórskemmtilega leik, Borðhokkí.   Skemmst er frá því að segja að um er að ræða stórskemmtilegan og hraðan leik þar sem leikmenn þurfa að treysta á önnur skynfæri en sjónina því að þessi leikur er ætlaður blindum þó að þeir sjáandi geta einnig spilað með bundið fyrir augun eða með grímu svo að þeir sjá ekki.  Leikurinn er á milli tveggja leikmanna og hvor um sig fær spaða til að slá bolta sem inniheldur smá bjöllu þannig að leikmenn heyra hvar boltinn er hverju sinni.

Unnið er að því að finna borðinu varanlegan stað þar sem það getur fengið að standa og við í Íþróttafélaginu Ösp getum farið að hefja æfingar af kappi.  Haldin eru fjölmörg mót, í þessari íþrótt, í yfir 20 evrópulöndum einnig í Afríku og í Asíu.

Nánar um Showdown (Borðhokkí) á Wikipedia

 

Helgi Páll Þórissin, ritari stjórnar, og Jóhann Arnarsson, varaformaður ÍF, prófa leikinn Borðhokkí.

Hægt er að sjá hér myndbrot á Youtube af keppnisleik í Borðhokkí.

 

Uppfært 11.09.2021 – Fyrst þegar þessi færsla var birt var ranglega sagt frá að Velferðarráðuneyti stutt þetta verkefni en hið rétta er að Félagsmálaráðuneyti var hið rétta ráðuneyti sem koma að þessu verkefni.