Author Archive

Bingo – Fjáröflun

Bingó sem haldið var til fjáröflunar vegna þátttöku Ísland í alþjóðaleikum Special Olympics í Suður Kóreu heppnaðist vonum framar um 300 manns kemmtu sér konunglega með Jón Gnarr Borgarstóra í broddi fylkingar.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Íslandsleikar Special Olympics

Knattspyrnu fróru fram í Egilshöll í samstarfi við Fjölni í Grafarvogi, Eyjólfur Sverrisson U21 sá um upphitun fyrir keppendur  fyrir mótið.

Keppt var í flokki getumeiri þar sem lið Aspar voru í 1 og 2 sæti og í flokki getuminni þar sem lið Suðra varð í 1. sæti og lið Aspar í 2. sæti.

Lið frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti mætti með 2 lið í unified eða blönduðu liði nemenda sérdeildar og nemenda almennra deilda, fatlaðra og ófatlaðra.

Metþátttaka var á leikunum, um 80 keppendur.

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Íslandsmótið í Boccia

Aspar félagar fóru góða ferð til Ísafjarðar á Íslandsmótið í Boccia

Ólafur Ólafsson var í 3 sæti í 1. deild.
Kristján Vignir í 2 sæti í rennuflokk.
Kristín Jónsdóttir í 3 sæti í BC 1-4,

17 keppendur úr Ösp fóru á mótið og var ferðin hin skemmtilegasta eins og alltaf þegar þessi hressi hópur er á ferð. Keppendur gistu í Súðavík og loka hóf mótsinns var haldið í Bolungarvík.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

BINGÓ – GLÆSILEGIR VINNINGAR

LAUGARDAGINN 20. OKTÓBER KL. 14.00 Í HÓLABREKKUSKÓLA

BINGÓ sem er fjáröflunarviðburður vegna vegna þátttöku Íslands í alþjóðaleikum Special Olympics í S Kóreu 2013.
3 íslenskir keppendur ERU að undirbúa sig fyrir  keppni í listhlaupi á skautum.  Magnað verkefni og ótrúlegur árangur sem þau hafa náð á svellinu, Júlíus Pálsson, Þórdís Erlingsdóttir og Katrín Guðrún Tryggvadóttir, ein aðalstjarnan í þáttunum á RUV .., Með okkar augum!

Og öll eru þau úr skautadeild Aspar

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Jón Margeir ólympíumótsmeistari

 

Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp varð í dag ólympíumótsmeistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á nýju og stórglæsilegu heimsmeti. Hann kom í mark á 1:59,62 mínútum en Daniel Fox frá Ástralíu varð annar á 1:59,79 og Cho Wonsang þriðji á 1:59,93 mínútum.

Jón Margeir var annar eftir fyrstu 50 metrana en tók svo forystuna og var næstum kominn með sekúndu í forskot eftir 150 metra. Lokaspretturinn var hins vegar gríðarlega spennandi en Jón sýndi og sannaði að hann er sá besti í heiminum í dag þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall.

16.53 – Jón Margeir vann á nýju og stórglæsilegu heimsmeti, 1:59,62 mínútum!

16.52 – Jón Margeir erenn í forystu á 1:28,56 mínútum eftir 150 metra!

16.52 – Jón Margeir kominn í 1. sæti á 57,85 sekúndum.

16.51 – Jón Margeir í 2. sæti eftir 50 metra á 27,66 sekúndum.

16.50 – Jón Margeir signir sig og nú er sundið að hefjast.

16.48 – Verið er að kynna keppendurna til leiks. Bretarnir tveir sem keppa við Jón fá að sjálfsögðu bestu viðtökurnar.

16.46 – Þá er allt klárt. Næsta sund er 200 metra  skriðsund í flokki S14.

16.40 – Eins og gefur að skilja eru margir hér veifandi breska fánanum en það má einnig sjá þann íslenska á áberandi stað á pöllunum. Jón er með góðan stuðningshóp á bak við sig, bæði fjölskyldu og aðra úr íslenska ólympíuhópnum.

16.36 – Við fengum heimsmet í fyrstu grein. Keppandi frá Úkraínu náði í það. Endurtek að nýtt heimsmet gæti einnig litið dagsins ljós í sundinu hjá Jóni.

16.30 – Þá ganga keppendur í fyrsta úrslitasundinu inn en það er 200 metra fjórsund karla í flokki SM7. Nú er orðið ansi þétt setið á áhorfendapöllunum.

16.27 – Dómararnir eru að ganga inn á völlinn og það er klappað fyrir þeim. Ég klappa fyrir þeim ef þeir klúðra engu fyrir okkar manni.

16.20 – Best að minna aftur á aðalatriðið. Jón Margeir varð í 2. sæti í undanrásum í morgun og á góða möguleika á að ná í verðlaun eftir tæpan hálftíma. Íslandsmetið hans frá því í morgun er 2:00,32 mínútur.

16.15 – Jón Margeir synti fyrri 100 metrana í morgun á 57,73 sekúndum sem er skuggalega nálægt Íslandsmeti hans í þeirri grein. Millitímar Jóns í morgun voru annars sem hér segir: 27,79 – 57,73 – 1:29,08 – 2:00,32.

16.11 – Jón Margeir syndir á 5. braut og Daniel Fox, sá fljótasti í morgun, á 4. braut. Wonsang Cho frá Suður-Kóreu er svo á 3. braut en þessir þrír voru talsvert á undan öðrum í morgun, að lágmarki 1,5 sekúndum. Það verður hins vegar að hafa í huga að menn leggja ekki endilega allt í sölurnar í undanrásum.

16.07 – Hallarþulurinn er farinn að tala hraðar og hærra. Það þýðir aðeins eitt, það styttist í fyrsta úrslitasundið. Fyrst keppa karla í úrslitum 200 metra fjórsunds í flokki SM7 kl. 16:30 og svo konur í sömu grein í kjölfarið. Því næst er komið að Jóni og félögum.

16.00 – Jón Margeir hefur fórnað miklu til að komast á þann stað sem hann er á núna, orðið að eyða gríðarháum fjárhæðum í keppnisferðir og annað. Stórmótareynslan sem hann hefur öðlast með því er dýrmæt og hjálpar honum eflaust mikið hér í London enda virðist hann ekkert æsa sig of mikið yfir umfanginu.

15.58 – Þjálfarar Jóns sem fylgja honum hingað út eru þau Kristín Guðmundsdóttir og Vadim Forafonov. Þau eru sjálfsagt á nálum þó að erfitt sé að greina það. Kristín hefur reyndar mikla reynslu af svona stundum enda er þetta hennar sjötta ólympíumót, og Vadim er svo fyrrverandi heimsmeistari í garpasundi, ellefufaldur Rússlandsmeistari og ólympíufari.

15.50 – Jón Margeir er búinn að vera að hita upp í  keppnislauginni líkt og aðrir keppendur. Ég er sannfærður um að hann er klár í slaginn.

15.45 – Jón Margeir keppir í S14 flokki þroskahamlaðra. Vegna svindlmáls spænska körfuknattleiksliðsins á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney árið 2000 var þroskahömluðum gert óheimilt að keppa á næstu Ólympíumótum, eða þar til nú í London. Úr því að engin skráning heimsmeta fór fram í flokki þroskahamlaðra eftir mótið í Sydney og fram til ársins 2009 var ákveðið að skrá viðmiðunarheimsmet sem eins og áður segir er 2:00,10 mínútur í 200 metra skriðsundikarla. Met sem vel gæti fallið í dag.

15.45 – Jón Margeir bætti Íslandsmet sitt í undanrásunum í morgun um 1,24 sekúndur þegar hann kom í mark á 2:00,32 mínútum. Það var ólympíumet í skamma stund þar til Ástralinn Daniel Fox bætti það í lokariðlinum en hann kom í mark á 2:00,11 mínútum. Sá tími er 1/100 úr sekúndu frá viðmiðunarheimsmetinu sem ákveðið var í greininni og hefur aldrei verið slegið.

15.45 – Ég sé föður Jóns Margeirs, Sverri Gíslason, hérna nærri sundlaugarbakkanum, nagandi neglurnar lítillega. Lái honum hver sem vill. Hvernig sem fer er þetta stærsta stundin í lífi sonar hans. 

15.45 – Það hefur verið því sem næst fullkomin mæting á langflesta viðburði hér í London hingað til en í dag er algjör örtröð á ólympíusvæðinu. Maður labbar ekki hratt á milli staða hérna. Nú þegar enn eru 45 mínútur í að fyrsta úrslitasund kvöldsins byrji hefur þónokkuð af fólki komið sér fyrir í sætum sínum hér í sundhöllinni.

Íslendingar eignast heims- og Ólympíumeistara

Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar eignast heimsmeistara og Ólympíumeistara sama daginn. Það gerðist hins vegar í gær þegar Jón Margeir Sverrisson vann ólympíugull í 200 metra skriðsundi

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Þau geta beint okkur aftur á verðlaunabraut

Þau geta beint okkur aftur á verðlaunabraut

Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir ætla bæði að slá Íslandsmet sín í London. stækka Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir ætla bæði að slá Íslandsmet sín í London. mbl.is/Ómar

„Stærsti sigurinn er að vera með,“ segja þeir um Ólympíumót fatlaðra sem sett verður í kvöld með trukki og dýfu. Reynið að segja Jóni Margeiri Sverrissyni eða Helga Sveinssyni það.

Keppnisskapið lekur af þeim og eftir að hafa hitt þá hér í London í gær er ég enn sannfærðari um að þeir séu tilbúnir til að keppa um verðlaun nú þegar íþróttaveislan hefst að nýju hér í öruggum höndum Breta þar sem ekkert er til sparað. Hvorugur keppir reyndar í sinni sterkustu grein strax en það gæti reynst dýrmætt að losna við skjálftann sem fylgir því að keppa á þessu móti í fyrsta sinn.

Hin fjögur fræknu sem keppa fyrir hönd Íslands eru reyndar öll á sínu fyrsta Ólympíumóti. Hópurinn er sá næstfámennasti sem Ísland hefur sent, sem skýrist af kvóta sem Íslandi er settur, en engu að síður er ég sannfærður um að hann muni beina okkur aftur inn á verðlaunabraut eftir fyrsta mótið þar sem Ísland var án verðlauna í Peking fyrir fjórum árum.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Nú fara æfingar að byrja eftir sumarleyfi

Nú fara að byrja æfingar hjá Ösp í öllum íþróttagreinum. Fótbolti er á Framvellinum tvisvar í viku og í Íþróttahúsi Hlíðarskóla laugardagin 8. sept byrjar Boccia og fótbolti
Keilan byrjar 11. sept í Keiluhöllini og sundnámskeiðin í sundlaugini á Háleitisbraut byrjum við 3.sept.
Þegar tafla vetrarins er til kemur hún hérna

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Írlandsferð Aspar og Nes

Sameiginlegt knattspyrnulið Aspar og Nes hélt í æfinga og keppnisferð til Írlands dagana 19 júní til 25 júní. Markmið ferðarinnar var að æfa erlendis og etja kappi við lið frá Limerick, Cork og Waterford á íþróttasvæði háskólans í Limerick.

Sá hluti hópsins sem er búsettur á höfuðborgarsvæðinu hittust á þriðjudagsmorgninum 19. Júni við húsnæði ÍSÍ í laugardalnum. Leikmenn Nes sameinuðust hópnum á Keflavíkurflugvelli um 6 leytið. Fram undan var 16 tíma ferðalag til Limerick þar sem hópurinn þurfti millilenda í London þar sem flogið var til Dublin og þaðan tók við 4 tíma rútuferð til Limerick þar sem við mættum um miðnætti og hópurinn kom sér fyrir og allir sofnaðir stuttu seinna. Gist var í stúdentaíbúðum við háskólann sem var í 5 mínutna göngufæri frá knattspyrnuvellinum.

Fyrstu tveir dagarnir fóru í æfingar þar sem æft var á frá 10 til 14 og síðan hélt hópurinn í skoðunarferðir seinni part dagsins og kvöldin notuð til þess að slaka á og fylgjast með evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrri daginn var Thomond Park skoðaður en hann er heimavöllur rúgbýliðsins frá Munster sem er eitt sterkasta rúgbýlið í Evrópu. Munster er héraðið sem Limerick er staðsett í. Seinni daginn var King Johns kastalinn kannaður en hann er eitt helsta kennileiti Limerick.

Á föstudeginum var fyrsti leikur ferðarinnar en þá mættu strákarnir Limerick. Strákarnir áttu fjöldann allan af færum en náðu ekki að nýta þau nógu vel og var refsað fyrir það og endaði leikurinn 4-2 fyrir Limerick. Eftir leikinn var haldið á leik hjá aðaliði Limerick í knattspyrnu en þeir eru í topp baráttunni í annarri deildinni á Írlandi. Í hálfleik gekk hópurinn út á völl þar sem formanni Limerick FC var afhent gjöf frá hópnum.

Á laugardeginum var komið að öðrum leik ferðarinnar en þá var spilað við Cork. Eftir ófarir leiksins á undan voru strákarnir staðráðnir í því að nýta færin og spila betur. Árangurinn stóð ekki á sér og unnu strákarnir flottan sigur 2-1. Eftir leikinn var haldið í verslunarmiðstöð í nágrenninu þar sem íþróttabúðirnar voru vinsælar hjá hópnum. Um kvöldið var slakað á fyrir leik morgundagsins. Þriðji og síðast leikur ferðarinnar var háður á sunnudeginum en þá var spilað við Waterford. Strákarnir spiluðu vel og endaði leikurinn með 3-1 sigri okkar. Eftir leikinn fór hópurinn í Go Kart þar sem hópurinn skemmti sér konunglega. Kvöldið fór í að ganga frá fyrir heimför því hópurinn þurfti að vakna um hálf 6 um morguninn. Sama fararsnið var á heimleiðinni. Rúta frá Limerick til Dublin, flogið frá Dublin til London og þaðan til Keflavíkur. Lent var í Keflavík um 23:00.

Kveðja

Darri og Maggi

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

13 Ný Íslandsmet í sundi á Asparmótinu 2012

13 Íslandsmet á Asparmótinu í Laugardalnum í dag 19. maí.

Thelma B. Björnsdóttir          S6        50 frjáls aðferð          0:42,44            19/05/12
Thelma B. Björnsdóttir          SM6     100 fjórsund             2:09,82            19/05/12
Íva Marín Adrichem               S11       50 frjáls aðferð        0:56,64            19/05/12
Kolbrún Alda Stefánsdóttir     S14      50 frjáls aðferð        0:31,74            19/05/12
Kolbrún Alda Stefánsdóttir     S14      50 baksund              0:37,63            19/05/12
Kolbrún Alda Stefánsdóttir     S14     100 baksund             1:20,61            19/05/12
Hjörtur Már Ingvarsson          S5         50 frjáls aðferð       0:44,27            19/05/12
Marinó Ingi  Adolfsson             S8        50 frjáls aðferð        0:37,50            19/05/12
Hjörtur Már Ingvarsson          S5       100 frjáls aðferð        1:33,06            19/05/12
Hjörtur Már Ingvarsson         S5        100 baksund              1:51,71            19/05/12
Pálmi Guðlaugsson                  S7        100 baksund               1:34,91            19/05/12
Hjörtur Már Ingvarsson         SB5       50 bringusund          1:05,92            19/05/12
Hjörtur Már Ingvarsson         SM5     100 fjórsund              2:03,90            19/05/12

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →
Page 6 of 7 «...34567