Allar æfingar falla niður til 15. apríl 2021

Allar æfingar hjá öllum deildum Íþróttafélagsins Aspar falla niður til 15. apríl 2021.  Nánari upplýsingar um högun æfinga eftir Páskahátíðina verða birtar hér á ospin.is og einnig á Facebook-síðu félagsins.

Við vonum að iðkendur nái að halda sér á einhverri hreyfingu í sínu hverfi og heima hjá sér.  Þjálfarar deildanna munu vera í sambandi við sýna iðkendur ef teknar verða upp fjar-æfingar í gegnum fjarfundarbúnað eða í gegnum netið.

Ef það vakna upp einhverjar spurningar þá er hægt að hafa samband við skrifstofu Aspar í netfangið ospin@ospin.is

Stjórn Aspar.