Author: Helgi Páll Þórisson

Íþróttafélagið Ösp var stofnað 18. maí, 1980 af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla, með stuðningi frá Íþróttasambandi Fatlaðra. Stofnfundurinn fór fram á Þingvöllum, þar sem mættu foreldrar og nemendur til veislu í Valhöll.   Markmið Íþróttafélagsins Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum hjá félögunum, með sem fjölbreyttustum...

Lengi hefur Íþróttafélagið Ösp verið með síðu á Facebook sem í raun hefur verið hópur (eða Group á ensku) sem hefur verið takmarkaðri heldur en aðdáendasíða (Fan Page á ensku) sem hefur meiri möguleika til dreifingar á því efni sem félagið vill koma á framfæri...

Samkvæmt 8. grein laga Íþróttafélagsins Aspar verður að halda aðalfund í maí ár hvert.  En vegna aðstæðna í þjóðfélaginu sökum samkomubanns eða takmörkunum þar á neyðumst við til fresta aðalfundi íþróttafélagsins Aspar um óákveðin tíma.   Leitast verður við að finna hentuga dag og tímasetningu...

Vegna samkomubanns vegna COVID-19 faraldurs sem hefur haft mikil og víð áhrif á starf allra íþróttafélaga í landinu sér stjórnin sér ekki annan leik á borði en að fresta 40 ára afmælishátið félagsins um eitt ár eða til maí mánaðar 2021.  Ástæðurnar eru fjölmargar en...

Nú á dögunum fékk Skautadeild Aspar myndarlegan styrk frá Íþróttasambandi fatlaðra og Velferðarráðuneyti fyrir þróun og hönnun á sjónrænu þjálfunarkerfi í listhlaupi.  Helga Kristín Olsen, yfirþjálfari skautadeildarinnar, hefur haft veg og vanda af þessu verkefni.  Það verður afar skemmtilegt að fylgjast með þróun á þessu...

Íþróttafélagið Ösp leitar eftir aðstoðarþjálfara í nútímafimleikum.  Nútímafimleikar eða Rythmic Gymnastics eru frekar ný grein hér á Íslandi. Öspin verið með æfingar í þessari skemmtilegu íþrótt síðastliðin þrjú ár. Nútíma-fimleikar eða Rythmic Gymnastics er skemmtileg íþrótt sem hentar breiðum hópi þátttakenda. Um er að ræða hreyfingu...

Á vormánuðum 2019 urðu breytingar á starfsmanna haldi Asparinnar þegar Darri McMahon lét af störfum fyrir félagið sem þjálfari og framkvæmdastjóri.  Félagið óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir hefur tekið við sem skrifstofustjóri Asparinnar...

Vegna endurskipulags og fjölgunar æfingartíma í fótbolta viljum við bjóða þeim sem áhuga hafa á nýta sér þjónustuna hjá félaginu og benda á eftirfarandi æfingatíma sem við höfum fengið í sumar. Mánudaga kl.18:00 - 19:30 Miðvikudaga kl.18:30 - 20:00 Fimmtudaga kl.18:30 - 20:00 Æfingar fara fram á...